Vænn afgangur af rekstri Reykhólahrepps

Rekstur Reykhólahrepps var jákvæður um 69,4 milljónir króna samkvæmt ársreikningi sem birtur hefur verið á vef sveitarfélagsins. Niðurstaða A hluta var jákvæð um 44,4 milljónir. Rekstrartekjur A og B hluta sveitarfélagsins námu 596 milljónum á síðasta ári, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 455,4 milljónum.

Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% á síðasta ári, sem er lögbundið hámark. Álagning fasteignaskatts í A flokki nam 0,5%, sem er lögbundið hámark, 1,32% í B flokki, sem er lögbundið hlutfall og 1,65% í C flokki sem er lögbundið hámark þess með álagi.

Eignir Reykhólahrepps nema 696 milljónum króna og skuldir 179,2 milljónum. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2017 var 516,8 milljónir samkvæmt efnahagsreikningi. Eigið fé A hluta nam 430,7 milljónum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir