Baldur fór með Varðskipinu Tý í Miðjarðarhafið á vegum samstarfsverkefnis Frontex. Hér er hann í höfn á eynni Möltu. Baldur byrjaði sjómennsku í grásleppu á Snæfellsnesi aðeins fjórtán ára gamall en er nú kominn í Landhelgisgæsluna.

Úr grásleppu í Gæsluna

„Ég var bara pjakkur þegar ég byrjaði að fara á sjó með móðurafa mínum,“ segir Baldur Ragnar Guðjónsson sem starfar í dag sem þriðji stýrimaður á varðskipinu Þór. Hann ólst upp í Stykkishólmi og hefur alltaf verið í sterkum tengslum við sjóinn. „Maður er aldrei of ungur til að byrja á sjó. Ég fór á sjóstöng með afa og sigldi með honum út í Flatey alveg frá því ég man eftir mér. Ég held ég hafi verið átta ára þegar ég var búinn að læra öll miðin frá Stykkishólmi út í Flatey,“ segir Baldur. „Ætli áhuginn hafi ekki bara kviknað út frá því.“

Sjá áhugavert viðtal við Baldur Ragnar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir