Stóð fyrir Blautgöngu um bernskuslóðirnar á Akranesi

Sunnudaginn 27. maí síðastliðinn stóð Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur og leikkona fyrir svokölluðum afmælisgjörningi á Akranesi í tilefni af sjötugsafmæli hennar þremur dögum áður. „Ég bauð manni mínum, dætrum okkar og fjölskyldum þeirra, sem og systkinum mínum og þeirra fjölskyldum og Haddý frænku minni, þ.e. Ragnheiði Ríkharðsdóttur, að taka þátt,“ segir Steinunn. „Við hittumst við Bíóhöllina um miðjan dag og þræddum Skagann fram eftir síðdeginu. Tilgangurinn var að leiða þennan hóp um bernskuslóðir mínar og staldra við þau hús, staði og stofnanir sem höfðu afgerandi áhrif á mig sem barn og mótuðu mig í uppvextinum,“ segir Steinunn.

Sjá myndræna frásögn af Blautgöngunni í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir