Verðlaunahafar ásamt menntamálaráðherra og fulltrúum dómnefndar og HÍ. Ljósm. Kristinn Ingvarsson

Sigríður Ása hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf

Menntavísindasvið Háskóla Íslands veitti í dag fimm kennurum viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf. Verðlaun fyrir störf á leikskólasviði hlaut Sigríður Ása Bjarnadóttir leikskólakennari á Teigaseli á Akranesi. Auk hennar hlutu verðlaun Gísli Hólmar Jóhannesson frá Keili, Sara Diljá Hjálmarsdóttir úr Höfðaskóla og Valdimar Helgason í Réttarholtsskóla. Auk þess voru nú í fyrsta sinn veitt sérstök hvatningarverðlaun til ungs kennara fyrir framsækin störf í þágu menntamála sem hafa vakið athygli á alþjóðavettvangi. Þau hlýtur Ingvi Hrannar Ómarsson.

Verðlaunin eru afrakstur kynningarátakisins „Hafðu áhrif“ sem Menntavísindasvið HÍ stóð fyrir á vormánuðum en þar gafst almenningi kostur á að tilnefna eftirminnilega kennara á vefsíðunni hafduahrif.is. Tilgangur átaksins var að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar hafa á einstaklinga og samfélagið. Í tilkynningu frá HÍ segir að viðtökurnar hafi verið góðar en hátt í þúsund tilnefningar bárust.

Líkar þetta

Fleiri fréttir