Óvön börn í umferðinni

Nú þegar sumarið hefur skyndilega hellst yfir landann og skólarnir eru á sama tíma að ljúka starfi sínu, hefur ungu fólki fjölgað gríðarlega í umferðinni. Einstaklingur hafði samband við ritstjórn Skessuhorns í vikubyrjun og óskaði eftir því að foreldrar og forráðamenn ungra barna á reiðhjólum og öðrum fararskjótum fengju leiðsögn um hvernig best er að haga sér í umferðinni. Viðkomandi hafði orðið var við að töluvert væri af börnum sem ekki gerðu sér nægjanlega vel grein fyrir því sem væri að gerast í kringum þau. Tækju t.d. ekki mið af aðstæðum, hjóluðu yfir gangbrautir án þess að gæta að umferð bíla, væru jafnvel með símann í hönd á hjólunum og annað slíkt. Þetta er þörf ábending sem hér með er komið á framfæri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir