LbhÍ á hlut í stórum vísindastyrk

Landbúnaðarháskóli Íslands og Svarmi ehf., ásamt erlendum samstarfsaðilum, hafa hlotið tæplega hálfs milljarðs króna styrk frá H2020 rammaáætlun Evrópusambandsins. Með þessu samstarfsverkefni, til allavega næstu fjögurra ára, verður sett á fót sameiginlegur doktorsnemaskóli fyrir efnilega vísindamenn framtíðar í rannsóknum og mælitækni tengdri hlýnun jarðar og eru íslenskar aðstæður kjörnar til slíkra rannsókna. Samkvæmt Bjarna Diðrik, prófessor við LbhÍ, þá er þetta mikil viðurkenning á öllu íslensku fræða- og rannsóknastarfi og verður styrkurinn innspýting fyrir íslenskar umhverfisrannsóknir hérlendis á næstu árum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir