Nadine Walter stendur vaktina á skrifstofu Sæferða í Stykkishólmi. Ljósm. glh.

Ferðamannastraumurinn fer hægt af stað á Vesturlandi

Veðurfarið að undanförnu hefur ekki beint gefið til kynna að hér væri komið vor, hvað þá sumar. Flestir starfsmenn upplýsingamiðstöðva fyrir ferðamenn á Vesturlandi eru sammála að veðrið eigi drjúgan þátt í rólegri byrjun á sumarumferðinni. Ferðafólki hefur fjölgað í landshlutanum á síðustu árum en nú virðist sem aukning sé ekki lengur til staðar milli ára. Engu að síður leggja gestir leið sína í landshlutann árið um kring og verða sér úti um upplýsingar í leiðinni. Skessuhorn heyrði hljóðið í nokkrum sem starfa við upplýsingamiðlun til ferðafólks.

Frásögn um það er í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir