Afhentu HVE í Snæfellsbæ nýjan gynskoðunarbekk

Kvenfélögin á Hellissandi og Ólafsvík, Kvenfélagið Sigurvon, Lionsklúbbarnir Rán og Þernan ásamt Soroptimistaklúbbi Snæfellsness, afhentu HVE í Snæfellbæ formlega að gjöf nýjan gynskoðunarbekk og stól í síðustu viku. Var bekkurinn keyptur fyrir ágóða af fjáröflunarkvöldi; kvennakvöldi sem félögin stóðu fyrir í janúar en með sameiginlegu átaki tókst að safna fyrir bekknum og fleiri hlutum sem keyptir verða á HVE í Snæfellsbæ í sumar og haust. Á myndinni eru fulltrúar félaganna ásamt Fanný Berit Sveinbjörnsdóttur ljósmóður á HVE í Snæfellsbæ.

Líkar þetta

Fleiri fréttir