Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, og Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, við undirritun samningsins 25. maí síðastliðinn.

Grunnskólakennarar samþykktu kjarasamning

Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur samþykkt nýjan kjarasamning í allsherjaratkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna FG stóð yfir dagana 31. maí og lauk í dag. Á kjörskrá voru 4.689 og greiddu 73% atkvæði. 74% samþykktu samninginn, 24,45% höfnuðu honum og tæp 2% skiluðu auðu eða ógildu. Skrifað var undir kjarasamninginn 25. maí síðastliðinn. Félag grunnskólakennara hefur verið án kjarasamnings síðan í desember á síðasta ári en nýi samningurinn gildir frá 1. desember 2017 til 30. júní 2019.

Líkar þetta

Fleiri fréttir