Vegagerð. Myndin er ekki beint tengd fréttinni. Ljósm. úr safni.

Fræsing á Innnesvegi á morgun

Á morgun verða tvær akreinar á Innnesvegi á Akranesi fræstar. Veginum verður lokað og hjáleiðir merktar. Búast má við lítilsháttar umferðartöfum, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 09:00 og 17:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir