Erum hugsanlega að missa verðmætustu kúnnana

Gísli Ólafsson sem rekur hvalaskoðunarfyrirtækið Láka Tours á Snæfellsnesi og Ströndum, telur litla ástæðu til að ætla að ferðamenn hætti að sækja Ísland heim, jafnvel þótt margir telji sig nú sjá blikur á lofti. „Ferðamannastraumurinn má samt standa í stað í nokkur ár,“ segir Gísli og vísar til að aukingin undanfarin ár hefur verið gríðarmikil. Hann sjálfur hefur ekki fundið fyrir minni aðsókn. Áhyggjuefni sé þó að ferðamenn sem hingað sæki séu ekki lengur náttúruunnendur heldur hefur borgarferðamennska tekið yfir. „Ísland er orðið svo dýrt, út af þessum vexti. Þessi vöxtur er allt of hraður og hefur verið of mikill. En þetta á eftir að ná jafnvægi. Stærsta áhyggjuefnið er að við erum að missa kúnnana sem voru verðmætir. Við erum að missa þessa náttúruunnendur sem komu áður, af því að Ísland er of dýrt.“

Sjá nánar viðtal við Gísla í síðasta Skessuhorni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir