Væntanlegt meirihlutasamstarf borið undir flokksfélögin í kvöld

Samfylkingin og Framsóknarflokkur og frjálsir á Akranesi hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í bæjarstjórn á Akranesi. Flokkarnir fengur samtals fimm menn í bæjarstjórn við kosningarnar 26. maí; Samfylking þrjá bæjarfulltrúa og Framsókn tvo. Boðað hefur verið félagsfunda í báðum flokksfélögunum klukkan 20 í kvöld þar sem meirihlutasamkomulagið verður kynnt, svo sem áherslur, verkaskipting og annað, og það síðan borið undir atkvæði. Gert er ráð fyrir að í framhaldi þess verði skrifað undir meirihlutasamstarf flokkanna. Sævar Freyr Þráinsson verður bæjarstjóri áfram.

Líkar þetta

Fleiri fréttir