Ganga til meirihlutasamstarfs í Borgarbyggð og semja við Gunnlaug

„Meirihlutaviðræður fulltrúa Sjálfstæðisflokks, VG og Samfylkingar og óháðra í Borgarbyggð ganga vel og hafa fulltrúar flokkanna ákveðið að ganga til samstarfs,“ segir í tilkynningu frá flokkunum. „Verið er að fínpússa málefnasamning á milli flokkanna. Ekki bar mikið á milli stefnumála framboðanna, vel hefur gengið að stilla saman strengi og eru fulltrúar bjartsýnir um samstarfið. Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Gunnlaug A Júlíusson núverandi sveitarstjóra um áframhaldandi samstarf.“

Reiknað er með að gengið verði formlega frá málefnasamningi í byrjun næstu viku með fyrirvara um að bakland félaganna samþykki samninginn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir