Ærslabelgur fylltur lofti eftir helgi í Grundarfirði

Nú geta hoppuþyrstir Grundfirðingar heldur betur glaðst yfir nýjustu framkvæmdum bæjarins. Verið er að setja upp svokallaðan ærslabelg á túninu við íþróttahús bæjarins. Gleðibumban á vafalaust eftir að veita mikla ánægju meðal yngri kynslóðarinnar þó svo að einn og einn Grundfirðingur á besta aldri eigi eftir að laumast upp á belginn. Lofti verður hleypt í belginn strax eftir helgi og munu eflaust margir kætast yfir því.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.