Hópurinn í Akraneskirkju. Ljósm. Þjóðbjörn Hannesson.

Komu saman á sextíu ára fermingarafmæli sínu

Hinn samheldni þjóðhátíðarárgangur ´44 á Akranesi hélt upp á 60 ára fermingarafmæli sitt í Akranesskirkju á hvítasunnudag 20. maí síðastliðinn. Hópurinn mætti í hátíðarmessu kl. 11.00 og tók þátt í guðsþjónustunni. Þráinn Þorvaldsson flutti ávarp fyrir hönd þeirra og rifjaði upp æskuár sín á Skaganum. Árgangurinn naut síðan dagsins saman á Akranesi og í nágrenni. Það var séra Jón M. Guðjónsson sem fermdi hópinn á hvítasunnunni árið 1958.

Líkar þetta

Fleiri fréttir