Sveitaskólastjórar halda hópinn

Fyrrum skólastjórar sem stýrt hafa sveitaskólum á Vesturlandi hafa reglulega komið saman einu sinni til tvisvar á ári ásamt mökum þeirra. Slíkur hittingur var í lok síðustu viku á Akranesi. Komið var saman og snæddur hádegisverður á Gamla kaupfélaginu og farin skoðunarferð um Akranes og nágrenni undir leiðsögn Braga Þórðarsonar. Samstarf dreifbýlisskólanna á Vesturlandi var alla tíð töluvert mikið, bæði í röðum nemenda, starfsfólks og skólastjórnenda sérstaklega. Að sögn Flemming Jessen, sem hélt utan um skipulagið, var dagurinn ánægjulegur í góðu veðri. Vafalítið eru margir sem þekkja þarna kunnugleg andlit frá fyrri tíð, enda voru og eru skólastjórar lykilfólk í hverju byggðarlagi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir