Staða tónlistarskólastjóra auglýst

Guðmundur Óli Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskóla Akraness hefur sagt upp og látið af störfum. Hann hefur gegnt starfinu undanfarin tvö ár. Að sögn Valgerðar Janusdóttur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstaðar verður staðan auglýst laus til umsóknar á næstu dögum. „Við leggjum miklum áherslu á að byggja áfram upp með góðan og framsækinn tónlistarskóla hér á Akranesi, enda öflugt tónlistarlíf ein af grunnstoðum góðs samfélags. Við vonumst því eftir umsóknum frá metnaðarfullu og hæfu fólki sem tilbúið er að grípa boltann á lofti og hefja störf fyrir upphaf næsta skólaárs,“ segir Valgerður í samtali við Skessuhorn. Þar til skólastjóri hefur verið ráðinn gegnir Skúli Ragnar Skúlason starfi skólastjóra TOSKA.

Líkar þetta

Fleiri fréttir