Skúli Þórðarson. Ljósm. úr safni.

Skúli hættir í Hvalfjarðarsveit

Skúli Þórðarson hefur tilkynnt forystumönnum Á-lista, sem hlaut meirihluta í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar við kosningarnar 26. maí, að hann sækist ekki eftir endurráðningu í stöðu sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar. Skúli hefur starfað sem bæjar- og sveitarstjóri frá árinu 1994. Hann var á Blönduósi 1994-2002, í Húnaþingi vestra 2002-2014 og í Hvalfjarðarsveit frá árinu 2014. Skúli mun láta af störfum 1. júlí næstkomandi.

Samkvæmt heimildum Skessuhorns hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig staðið verður að ráðningu nýs sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit.

Líkar þetta

Fleiri fréttir