Sindri og Þórunn hefja laxveiðisumarið í Norðurá

Næstkomandi mánudagsmorgun hefst laxveiðisumarið hér á landi þegar byrjað verður að veiða í Norðurá í Borgarfirði. Að þessu sinni hefur verið boðið að hefja veiðarnar þeim Sindra Sigurgeirssyni formanni Bændasamtaka Íslands og Þórunni Sveinbjörnsdóttur formanni Landssambands eldri borgara. Að sögn Einars Sigfússonar umsjónarmanns í Norðurá voru þau tvö valin vegna þess hversu vel þau hafa staðið sig í réttindabaráttu og hagsmunagæslu fyrir samtökin sem þau veita forstöðu. Bændasamtökin hafa unnið ötullega að boðskap þess að láta innlenda og ómengaða framleiðslu matvæla vera í öndvegi. Þá hafa Landssamtök eldri borgara barist fyrir réttindum eldri borgara sem kemur öllum til góðs þegar við eldumst.

Líkar þetta

Fleiri fréttir