Tónlistarsveitin Slitnir Strengir hefur getið sér gott orð fyrir frumlega og skemmtilega tónlist undir stjórn Ragnar Skúla Skúlasonar. Ljósm. Ómar B. Lárusson.

Samþykktu menningarstefnu Akraneskaupstaðar

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar fyrir kosningar var formlega samþykkt menningarstefna bæjarfélagsins. Menningarstefnan hefur verið í vinnslu hjá menningar- og safnanefnd í hálft annað ár. Ýmsir aðilar hafa komið að mótun hennar og var m.a. haldinn opinn vinnufundur með íbúum 17. apríl í vor þar sem línur voru lagðar. Tilgangur menningarstefnu er að setja fram áherslur í málaflokknum og skapa jarðveg svo menningarlíf á Akranesi haldi áfram að blómstra og eflast. Í stefnunni er lögð áhersla á að kaupstaðurinn móti umgjörð og veiti stuðning við menningarlíf og að íbúar hafi tök á að standa fyrir og sækja fjölbreytta viðburði. Hlúð verði sérstaklega að menningaruppeldi og að starfsemi menningarstofnana sé metnaðarfull ásamt því að hvatt sé til samstarfs í sem víðustum skilningi.

Hægt er að nálgast menningarstefnu Akraneskaupstaðar í heild sinni á vef bæjarins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir