Nýr formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana

Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar hefur verið kosinn formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana á aðalfundi félagsins. Félagið hefur sem markmið að vinna að sameiginlegum hagsmunum félagsmanna, þar með talið kjara- og starfsþróunarmálum, og er tengiliður og samstarfsaðili við stjórnvöld varðandi gagnkvæm málefni. Aðrir stjórnarmenn eru: Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla, Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa, Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands, Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands, Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Svanhvít Jakobsdóttir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfsmaður félagsins er Jóhanna Á. Jónsdóttir lögfræðingur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir