Alls nýttu 153 kjósendur í Borgarbyggð að breyta röð frambjóðenda eða strika út nöfn á þeim lista sem þeir kusu.

Átta prósent kjósenda beittu útstrikunum

Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna geta kjósendur breytt nafnaröð á þeim lista sem þeir kjósa eða strikað yfir nafn frambjóðanda ef kjósandinn vill hafna þeim frambjóðanda. Við sveitarstjórnarkosningarnar í Borgarbyggð 26. maí síðastliðinn nýttu 153 kjóendur, eða 8% þeirra sem kusu, þennan rétt sinn og strikuðu yfir nöfn ákveðinna frambjóðenda eða breyttu röð þeirra. Flestar útstrikanir voru á B-lista og næstflestar á D-lista. Fjöldi útstrikana breytir þó engu um röð á listana sem í hlut eiga.

Þá kom einnig fram í samantekt kjörstjórnar að kjörsókn var mismunandi eftir deildum. Mest var kjörsókn í Lindartungukjördeild þar sem 80,95% kusu, en minnst var hún í Þinghamarskjördeild þar sem einungis 63,87% kusu. Í Borgarnesi var kjörsókn 72,94%.

Líkar þetta

Fleiri fréttir