Akranesleikarnir í sundi verða um helgina

Hinir árlegu Akranesleikar í sundi fara fram dagana 1. – 3. júní. Synt verður í Jaðarsbakklaug á Akranesi. Mótið er stigakeppni milli félaga þar sem fyrstu fimm keppendur í hverri grein fá stig. Í boðsundum er stigagjöfin tvöföld. Stigahæsta liðið stendur síðan uppi sem sigurvegari mótsins. Alls hafa 302 keppendur frá 13 félögum boðað komu sína á mótið, þar af eitt sundfélag frá Kanada. Akranesleikarnir hefjast kl. 15:00 í dag og áætlað er að keppni ljúki kl. 16:00 á sunnudag.

Athygli er vakin á því að vegna sundmótsins verður Jaðarsbakkalaug lokuð frá klukkan 13 í dag og til mánudagsmorguns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir