Ærslabelgurinn var blásinn upp í Borgarnesi í gær. Hann er staðsettur á milli sundlaugarinnar í Borgarnesi og fótboltavallarins. Krakkarnir á myndinni heita: Elín, Ólöf Ösp, Kristján Páll og Sævar. Ljósm. glh.

Ærslabelgur kominn við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi

Byggðaráð Borgarbyggðar samþykkti í síðasta mánuði að fjárfesta í svokölluðum ærslabelg. Slíkur belgur er niðurgrafinn og uppblásinn og ætlaður fyrir börn og reyndar fólk á öllum aldri til að hoppa og leika sér á. Á vef Borgarbyggðar segir að búið hafi verið að finna belgnum stað við Arnarklett í Borgarnesi, en við nánari skoðun hafi komið í ljós að sú staðsetning hentaði illa hvað varðar stærð, undirlag og aðgengi að rafmagni. Ný staðsetning var því ákveðin vestan við Íþróttamiðstöðina og er belgurinn þegar kominn í notkun. Meðfylgjandi mynd var tekin í gærkvöldi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir