Sigvaldi Arason með sérstaka undanþágu sýslumanns, skilti sem hann hafði í bílglugganum hjá sér og gaf honum sérlegt leyfi til aksturs nóttina fyrir H-daginn.

Vinstri umferðin var sérlega bagaleg fyrir konur sem riðu um í söðli!

Laugardaginn 26. maí síðastliðinn voru rétt 50 ár liðin frá því hægri umferð var tekin upp hér á landi. Allt frá upphafi bílaaldar á Íslandi var ekið á vinstra helmingi vegarins og lengi fram eftir 20. öldinni voru fluttir inn bílar með stýrinu hægra megin, þó að það væri ekki regla. Ísland var hins vegar í miklum minnihluta þjóða þar sem ekið var á vinstri vegarhelmingi enda fól það í sér ýmis vandamál. Bara til að nefna dæmi þá var viðkvæðið ef þurfti að aka fram úr bíl, þá spurði ökumaðurinn farþegann gjarnan; „er einhver að koma á móti,“ hann sá það betur en ökumaðurinn. Í kringum stríð var farið að ræða um að breyta yfir í hægri umferð, en frá því horfið þar sem Bretar voru fyrirferðarmiklir í umferðinni þá og kunnu ekkert annað en aka vinstra megin.

Í Skessuhorni vikunnar er meðal annars rætt við Sigvalda Arason í Borgarnesi en fyrir réttum fimmtíu árum undirbjó hann flutning umferðarskila frá Borgarnesi og suður í Hvalfjörð. Nóttina fyrir H daginn ók Silli svo um með skilti frá sýslumanni sem heimilaði honum akstur, meðan bílstjórar almennt urðu að halda sig heima.

Líkar þetta

Fleiri fréttir