Á steinbítsveiðar á Guðbjarti SH

Vormánuðina mars og apríl gerðu línubátar af Snæfellsnesi góða steinbítstúra við Látrabjarg, syðsta odda Vestfjarðakjálkans. Sumir komu með fulla báta að landi úr þessum ferðum. Einn eftirmiðdaginn í apríl hringdi síminn hjá fréttaritara Skessuhorns í Snæfellsbæ. „Viltu gera mér greiða; já eða nei?“ Í símanum var útgerðarmaður Guðbjarts SH frá Rifi, Þorvarður Jóhann Guðbjartsson sem jafnframt er uppáhalds frændi fréttaritara. Ekki var hægt að neita hans bón hver svo sem hún var og var svarið því að sjálfsögðu já. „En frændi, hver er svo greiðinn?“ „Þú átt að róa fyrir mig á steinbít, ég get lofað þér að það verður mjög góð ebita fyrir þessa túra,“ sagði frændi og bætti við: „Það er mokfiskerí svo þú átt von á góðu elsku frændi minn! Emil skipstjóri hringir svo í þig seinna í dag og lætur vita brottfarartíma.“ Jæja, Emil hringdi svo síðar um daginn og ákveðið var að halda út klukkan níu um kvöldið.

Sjá ferðasögu Alfons Finnssonar í máli og myndum í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir