Seljendur útgerðarfyrirtækja hæstu skattgreiðendur

Þeir sem tróna á toppi skattgreiðenda hér á landi í ár eru seljendur hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum. Samkvæmt tilkynningu frá ríkisskattstjóra greiðir hæstu skattana Sigríður Vilhjálmsdóttir, 425 milljónir króna. Sigríður ásamt systkinunum Kristjáni og Birnu Loftsbörnum voru stærstu hluthafar í Venusi hf. stærsta hluthafi í Hval hf. Í öðru til fjórða sæti yfir skatthæstu einstaklingana eru seljendur útgerðarfyrirtækisins Soffaníasar Cecilssonar í Grundarfirði, en fyrirtækið var selt á síðasta ári til Fisk Seafood ehf, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga. Seljendurnir, þeir Sigurður Sigurbjörnsson, Magnús Soffaníasson og Rúnar Sigtryggur Magnússon greiða hver um sig frá 382 til 388 milljónir króna í skatt.

Líkar þetta

Fleiri fréttir