Ánægður veiðimaður með vænan þorsk í morgun.

Lokadagur sjóstangveiðimóts er í dag

Í dag er lokadagur á hinu fjölmenna evrópska EFSA sjóstangveiðimóti sem haldið er í Ólafsvík. Vel á annað hundrað gestir hafa frá því á sunnudaginn verið í bænum. Róið var á mánudaginn, en ekki á þriðjudag vegna veðurs. Í gær var haldið út aftur þrátt fyrir að talsverð ylgja væri á sjó eftir veðrið daginn áður. Meðfylgjandi myndir tók Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns en hann stýrir einum af þeim bátum sem sigla með fólkið til veiða. Farið er í tvær ferðir á dag. Á þessu móti er einkum keppt um að veiða sem flestar tegundir, en að sjálfsögðu er það þorskur sem oftast bítur á agnið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir