Kútterinn Wesward Ho kominn að Akranesi

Færeyski kútterinn Westward Ho er nú staddur sunnaustan við Breiðina á Akranesi, en skipinu var siglt frá Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Skipið er nú kyrrstætt suðaustan við vitana á Breiðinni, en því verður siglt til hafnar nú um kaffileitið í dag. Kútterinn mun verða við bryggju á Skaganum í kvöld en siglt til Reykjavíkur á Hátíð hafsins sem hefst á laugardaginn.

Westward er 23 metra langur og sex metra breiður tvímastra kútter smíðaður í Grimsby á Englandi árið 1884. Hann er því hvorki meira né minna en 134 ára gamall. Kútter Sigurfari, sem stendur á Safnasvæðinu í Görðum á Akranesi, er árinu yngri. Kútter Westward er í eigu Þórshafnar í Færeyjum. Sú hefð hefur skapast að hann heimsæki Ísland þriða hvert ár, alltaf á þessum árstíma. Koma kúttersins hingað til lands byggist á samkomulagi Þórshafnar og Faxaflóahafna um aukið samstarf Íslendinga og Færeyinga á sviði menningar- og ferðamála. Í áhöfn skipsins eru 14 manns; sjö Íslendingar og sjö Færeyingar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir