Ferðamenn vilja komast á sjóinn

Gísli Ólafsson stendur á bak við hvalaskoðunarfyrirtækið Láki Tours á Grundafirði. Hann hefur lengi verið tengdur sjónum, þrátt fyrir að vera menntaður búfræðingur. „Ég er menntaður búfræðingur á Hólum en maður hefur verið í hinu og þessu í gegnum tíðina,“ segir hann hratt og á virkilega við að hann hafi verið í hinu og þessu. Gísli virðist hafa verið með fingurna í öllu, hvort sem það er grásleppuveiði að vori eða hótelrekstur. Sjórinn hefur þó nær alltaf haft tak á honum og atvinnutækifæri tengd sjónum virðast endurtekið dúkka upp hjá honum.

Sjá viðtal við sjómanninn sem nýtir reynslu sína til að fara með ferðamenn á sjó og sigla með þá í návígi við hvali og nátturuna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir