Handverk frá fyrri eldsmíðahátíðum. Ljósm. úr safni.

Eldsmíðahátíð að hefjast á Akranesi

Dagana 31. maí til 3. júní verður Eldsmíðahátíð haldin á svæði Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði. Haldin verða námskeið fyrir byrjendur sem lengra komna og ásamt sýnikennslu í eldsmíði. Rúsínan í pylsuendanum verður sem fyrr Íslandsmeistaramótið í eldsmíði sem haldið verður á sunnudaginn. „Lögð verður áhersla á verkfærasmíði á hátíðinni að þessu sinni. Við fáum þrjá erlenda smiði á hátíðina sem leiða okkur áfram. Smíðað er frá morgni til kvölds alla dagana og allir eru velkomnir að koma og fylgjast með,“ segir Guðmundur Sigurðsson, formaður Íslenskra eldsmiða, í samtali við Skessuhorn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir