„Kjóstu heilbrigði – ekki tóbak.“ Veggspjald WHO í tilefni alþjóðlega tóbaksvarnardagsins 31. maí 2018.

Alþjóðlegur tóbaksvarnardagur er í dag

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) stendur að vanda fyrir alþjóðlegum tóbaksvarnardegi í dag, 31. maí. Að þessu sinni beinir stofnunin sjónum að skaðlegum áhrifum tóbaks á heilsu fólks um allan heim. Sérstaklega er bent á tóbaksreykingar sem áhættuþátt hjarta- og æðasjúkdóma. Áætlað er að á heimsvísu dragi tóbaksreykingar meira en sjö milljónir manna til dauða á hverju ári, þar af um 900.000 manns sem ekki reykja heldur látast af völdum óbeinna reykinga.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta fullvinna stefnu í tóbaksvörnum til næstu ára og stefnir að því að drög að henni verði birt til umsagnar í haust. Í skýrsludrögum sem í vinnslu hafa verið í nokkur ár eru birtar ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um tóbaksnotkun hérlendis og þróunina hvað það varðar ásamt samanburði við aðrar þjóðir, fjallað um skaðsemi reykinga, um meðferð við tóbaksfíkn og fleira sem er mikilvægur grunnur að stefnumótun á þessu sviði. Stefnt er að því að birta drög að stefnu í tóbaksvörnum í byrjun október á þessu ári.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira