Nýir rekstraraðilar í Bjarkalundi

Hildur Árnadóttir og Elísabet Agnarsdóttir hafa tekið rekstur Hótels Bjarkalundar í Reykhólasveit á leigu fram á haustið. Elísabet er hótelstjóri að mennt og rekur Thomsen Apartments í Reykjavík. Hildur er innanhússhönnuður með áralanga reynslu af rekstri og stjórnun. Munu þær leggja áherslu á einfaldan og góðan matseðli í Bjarkalundi, gott kaffi og bakkelsi og ýmislegt fleira. Endurbætur hafa staðið yfir á húsinu að innan undanfarið, málningarvinna og fleira slíkt, með það að markmiði að draga fram og leyfa gamalli sál hússins að njóta sín. Búið er að opna fyrir bókanir í gistingu og stefnt er að því að opna veitingastað hótelsins fyrri partinn í júní.

Líkar þetta

Fleiri fréttir