Kjörstjórn í Borgarnesi að störfum. Ljósm. Þórólfur Sveinsson.

Kosningaþátttaka á Vesturlandi var afar mismunandi

Kosið var til sveitarstjórna síðastliðinn laugardag. Hér á Vesturlandi voru listakosningar í sex sveitarfélögum en í fimm var persónukjör, að Reykhólahreppi meðtöldum. Kjörsókn var töluvert yfir landsmeðaltali í þessum ellefu sveitarfélögum, eða 78,72% að meðaltali. Mest var kjörsókn í Skorradalshreppi eða 88,64% og í Stykkishólmi 88,48%. Minnst var hún hins vegar 68,75% í Reykhólahreppi og 69,1% á Akranesi. Í fjórum sveitarfélögum þar sem listakosning fór fram reyndist hreinn meirihluti verða til; þ.e. í Hvalfjarðarsveit, Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi. Meirihlutamyndanir eru hafnar í Borgarbyggð og á Akranesi.

Í Skessuhorni í dag er farið yfir úrslitin.

Líkar þetta

Fleiri fréttir