Jóhannes Ármannsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness og Sigurður Ólafsson, hótelstjóri á Hamri. Ljósm. kgk.

„Fyrsta og eina golfhótelið á Íslandi“

„Velkomin í nýja klúbbhúsið,“ segir Jóhannes Ármannsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness, þegar blaðamaður gengur inn á Hótel Hamar í Borgarnesi. Jóhannes er þar ásamt Sigurði Ólafssyni hótelstjóra til að fræða Skessuhorn um breytingar á rekstri klúbbsins og hótelsins. Þannig er mál með vexti að Golfklúbbur Borgarness og Icelandair Hótel Hamar hafa samið um að hótelið annist rekstur klúbbhúss GB, það er að segja veitingasölu og móttöku kylfinga. Þeir segja hugmyndina að þessu samstarfi hafa verið að gerjast um nokkurt skeið. „Við áttum samtal um þetta fyrir nokkru síðan og eftir það fór hugmyndin að gerjast. Flestir gestir hótelsins eru útlendingar og stór hluti kemur sem hluti af hóp,“ segir Jóhannes. „Þeir taka daginn nær alltaf snemma, fá sér morgunverð, fara síðan út og skoða sig um og koma aftur á hótelið um kvöldmat. Þá fá þeir sér að borða og slaka á áður en þeir fara í háttinn. Síðan eru fara þeir aftur út eftir morgunmat daginn eftir,“ segir Sigurður. „Það þýðir að frá því eftir morgunverðinn og fram á kvöld er rólegur tími á hótelinu,“ segir hann, „sem er einmitt sami tíminn og mest umferð er um golfvöllinn,“ bætir Jóhannes við.

Með því að hótelið annist veitingasölu golfklúbbsins segja þeir að náist fram mikið hagræði, bæði fyrir hótelið og klúbbinn, auk þess sem miklir möguleikar opnist til framtíðar.  „Með þessu náum við að samnýta eldhúsið, móttökuna og fleira í þjónustu við kylfingana. Það gerir okkur til dæmis kleift að ráða fólk sem hefur verið í hlutastörfum í full störf yfir háannatímann,“ segir Sigurður. „Jafnframt er mun líklegra að kylfingar staldri við, njóti matar og drykkjar og slaki á eftir golfhring ef aðstaðan er góð,“ segir Jóhannes.

Sjá ítarlega frásögn í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir