„Ég þurfti að taka ákörðun á sekúndubroti“

„Við vorum svo heppnir að það var stillt veður, en það var skítakuldi. Alveg átta gráðu frost,“ segir Hermundur Pálsson sem var við síldveiðar með föður sínum Páli Guðmundssyni á bátnum Hönnu Ellerts SH 4 þegar hann fór útbyrðis með netunum. Hanna Ellerts SH 4 er um 13 tonna og 10 metra langur bátur sem þeir feðgar gerðu út saman. Hermundur er menntaður netagerðarmaður og starfaði við það í áratug. Hann er einnig með vélstjóraréttindi og skipstjórnarpróf. „Sjórinn togar einhvern veginn,“ segir hann um ástæðuna fyrir því að hann fór aftur á sjó með pabba sínum á sínum tíma. „Þetta var samt ekki í fyrsta sinn sem ég lenti í glímu við sjóinn. Þegar ég var polli þá lékum við krakkarnir okkur hérna í fjörunni og þá endaði ég á hausnum úti í sjó. Eldri krakkarnir drógu mig á land. Ég var ekki búinn að læra að synda þá. En það er búið að draga mann tvisvar í land núna, svo maður hlýtur að eiga að vera á landi.“

Sjá viðtal við Hermund í Skessuhorni vikunnar þar sem hann rifjar m.a. upp þetta atvik.

Líkar þetta

Fleiri fréttir