Forystu-Flekkur og fleiri sögur

Út er komin hjá bókaforlaginu Sæmundi endurútgefin bók; Forystu-Flekkur og fleiri sögur. Bókin kom fyrst út árið 1950 og er fallegt safn sagna af samskiptum manna og dýra. „Hér er á ferðinni einstæður gluggi inn í gamla bændasamfélagið og hina rómantísku náttúrusýn þar sem saman fóru nytjar af búpeningi og virðing fyrir hverju dýri sem fullveðja einstaklingi. Slík sýn er lærdómsrík og mikilvægt innlegg í dýraverndarumræðu samtímans,“ segir í kynningu útgefanda. Bók þessi hentar öllum aldurshópum, er harðspjaldabók í litlu broti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.