Svipmynd frá 90 ára afmæli UDN. Ljósm. úr safni.

UDN fagnar aldarafmæli

Ungmennasamband Dalamanna og Norður Breiðfirðinga, UDN, átti aldarafmæli síðastliðinn fimmtudag, 24. maí. Stefnt er að því að afmælinu verði fagnað í sumar, að því er kemur fram á vef sambandsins. Sambandið á rætur sínar að rekja til Hjeraðssambands Dalamanna sem stofnað var 24. maí 1918 af félögunum: Umf. Ólafi Pá, Unni Djúpúðgu, Umf. Dögun og Umf. Stjörnunni. Árið 1926 var nafni sambandsins breytt í Ungmennasamband Dalamanna og árið 1971 fékk sambandið núverandi nafn þegar Ungmennasamband Norður-Breiðfirðinga gekk inn í það. Núverandi aðildarfélög UDN eru Umf. Æskan, Umf. Ólafur Pá, Umf. Dögun, Umf. Stjarnan, Umf. Afturelding, Hestamannafélagið Glaður og Glímufélag Dalamanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir