Sveinn Þór Elinbergsson forstöðumaður FSS við opnunarhátíðina. Ljósm. af.

Nýtt húsnæði FSS tekið í notkun í Ólafsvík

Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS) tók síðastliðinn fimmtudag formlega í notkun nýtt húsnæði fyrir Smiðjuna við Ólafsbraut 19 í Ólafsvík. Þar var síðast rekin blómabúð. Þar verður rekin dagþjónustu- og hæfingarstöð FSS fyrir fatlaða og aðra með skerta starfsgetu. Byggðasamlagið sér um rekstur FSS og festi það kaup á þessu húsnæði undir starfsemina. Unnið hefur verið að breytingum og umbótum síðustu mánuði. Áður hafði Smiðjan verið í leiguhúsnæði og þar af leiðandi á hrakhólum með starfsemina.

Nánar verður greint frá þessu og öðrum verkefnum FSS í næsta Skessuhorni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir