Viðstödd þegar Þröstur tók þessa 35. hlöðu Orku náttúrunnar í notkun voru þau Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður einstaklingsmarkaða ON, og Þórður Tryggvi Stefánsson, sem rekur Orkustöðina í Ólafsvík.

Fyrsta hlaðan á Snæfellsnesi opnuð

Það var Sandarinn Þröstur Kristófersson sem í síðustu viku fékk fyrstu hleðsluna á bíl sinn úr nýrri hraðhleðslu Orku náttúrunnar í Ólafsvík. Hlaðan stendur við þjónustustöð Orkunnar og er fyrsta hlaða ON á Snæfellsnesi og fyrsta hraðhleðslan á Nesinu. Nú vinnur Orka náttúrunnar einnig í að koma upp hraðhleðslustöð nálægt Vegamótum.

Þröstur býr á Hellissandi og sækir vinnu til Ólafsvíkur. Hann er nýbúinn að fá sér tengiltvinnbíl og á von á því að geta nú ferðast til vinnu og frá á rafmagninu einu með öllum þeim sparnaði sem því fylgir, fyrir budduna og umhverfið. Það eru um tíu kílómetrar á milli byggðakjarnanna.

1.200 rafbílar hafa nú verið nýskráðir frá áramótum hér á landi. Hefur þeim fjölgað um meira en helming frá sama tímabili 2017.

Líkar þetta

Fleiri fréttir