Formlegar viðræður um meirihluta hafnar á Akranesi

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Framsóknarmanna með frjálsum eru byrjaðir formlegar viðræður um myndun meirihluta flokkanna í bæjarstjórn á Akranesi. Hópurinn hittist í gær og svo aftur síðdegis í dag og ákvað að hefja formlegar viðræður. Að sögn oddvitanna; Elsu Láru Arnardóttur hjá Framsókn og Valgarðs Lyngdal Jónssonar hjá Samfylkingunni, er ágætur samhljómur milli flokkanna um helstu mál. „Við höfum verið að skoða málefnin og það er samhljómur milli okkar og því viljum við láta reyna á formlegar viðræður. Eftir er þó að ræða allt sem viðkemur nefndum og skiptingu verkefna milli flokkanna,“ segir Elsa Lára í samtali við Skessuhorn.

Báðir flokkar hafa gefið það út að þeir muni óska eftir viðræðum við Sævar Frey Þráinsson um að gegna áfram starfi bæjarstjóra á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir