
Atkvæði verða endurtalin í Borgarbyggð
Kjörstjórn í Borgarbyggð hefur samþykkt að fram fari endurtalning atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum. Á morgun, þriðjudag, mun kjörstjórn koma saman ásamt fulltrúum framboða í sveitarfélaginu. Þetta er gert að beiðni Sjálfstæðisflokks. Einungis munaði 9 atkvæðum á að Sigurður Guðmundsson þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokks næði inn, á kostnað Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur fjórða manns á lista Framsóknarflokks. Talning mun fara fram í Hjálmakletti í Borgarnesi.