Lokatölur úr Borgarbyggð

Talningu atkvæða í Borgarbyggð er nú lokið. Á kjörskrá voru 3637 og nýttu 1916 atkvæðisrétt sinn. Kjörsókn var 72,7%. Framsóknarflokkurinn hlýtur 4 sveitarstjórnarfulltrúa og 36,2% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur 26,2% og tvo menn í sveitarstjórn. Vinstri græn fá 23,15% fylgi og tvo menn í sveitarstjórn. Loks fær Samfylking 14% og einn mann í sveitarstjórn. Samkvæmt þessum tölum er Framsóknarflokkur að bæta við sig 9,01% fylgi frá síðustu kosningum og Vinstri grænir 7,6%. Samfylking tapar 8,57% og Sjálfstæðisflokkur 8,04%.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir