Jósef Ólafur Kjartansson, Unnur Þóra Sigurðardóttir, Heiður Björk Fossberg Óladóttir og Rósa Guðmundsdóttir. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Grundarfirði. Þau voru að vonum kampakát með niðurstöðu kosninganna. Ljósm. tfk.

Sjálfstæðisflokkur hlýtur meirihluta í Grundarfirði

Á kjörskrá í Grundarfjarðarbæ voru 626. Atkvæði greiddu 481. Tveir listar voru í boði. Niðurstaðan varð sú að D listi Sjálfstæðisflokks endurheimtir meirihluta í bæjarstjórn, fær fjóra bæjarfulltrúa og 56,16% fylgi. L listi Samstöðu bæjarmálafélags fékk 43,84% fylgi og þrjá bæjarfulltrúa. Fylgissveiflan er 8,33%.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira