Lokatölur frá Akranesi

Talningu er nú lokið á Akranesi. Kjörsókn var 69,1%. Auð og ógild atkvæði voru 3,6%. Atkvæði greiddu alls 3.583. Niðurstaðan er sú að Sjálfstæðisflokkur fær fjóra menn í bæjarstjórn og 41,36% fylgi. Samfylking hlýtur þrjá menn og 31,17% fylgi. Framsókn með frjálsum hlýtur 21,79% fylgi og tvo menn og Miðflokkurinn 5,67% sem nægir ekki til að fá mann í bæjarstjórn. Meirihluti Æ og D er því fallinn á Akranesi. Framsóknarflokkur og Samfylking bæta við sig fylgi frá síðustu kosningum og hvor flokkur einum manni, en fylgi Sjálfstæðisflokks er lítið eitt meira en fyrir fjórum árum, en flokkurinn missir engu að síður einn mann.

Líkar þetta

Fleiri fréttir