Kampakátir Sjálfstæðismenn í Snæfellsbæ í kvöld. Ljósm. af.

Öruggur meirihluti Sjálfstæðisflokks í Snæfellsbæ

Kjörsókn í Snæfellsbæ var 81,2%. Atkvæði greiddu 920, en á kjörskrá voru 1133. Þar voru tveir listar í kjöri; D listi Sjálfstæðisflokks og J listi Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar. Niðurstaðan varð sú að D listi hlaut 59,4% og fjóra menn í bæjarstjórn, en J listinn hlaut 40,6% og fær þrjá menn. Báðir listar bæta við sig fylgi frá síðustu kosningum, en þá voru framboðin fleiri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir