Hefja meirihlutaviðræður þriggja flokka í Borgarbyggð

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir oddviti VG í Borgarbyggð, Lilja Björg Ágústsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og Magnús Smári Snorrason oddviti Samfylkingarinnar handsöluðu í nótt að hefja viðræður um myndun meirihluta í Borgarbyggð. Viðræðurnar munu hefjast í dag. VG bætti við sig fylgi og einum manni í kosningunum í gær, hefur því tvo fulltrúa. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking töpuðu fylgi og manni hvor flokkur. Sjálfstæðisflokkur hefur nú tvo fulltrúa í sveitarstjórn og Samfylking einn. Ef viðræðurnar leiða til myndunar meirihluta hafa flokkarnir því fimm menn af níu í sveitarstjórn, en Framsóknarflokkur fjóra í minnihluta.

Líkar þetta

Fleiri fréttir