H listi með fjóra menn og meirihluta í Stykkishólmi

Á kjörskrá í Stykkishólmi voru 833. 737 greiddu atkvæði sem er 88,48% kjörsókn. Niðurstaðan er sigur H listi framfarasinnaðra Hólmara sem hlaut 46,01% atkvæða, fjóra menn og því hreinan meirihluta í bæjarstjórn. O listi Okkar Stykkishólmur hlaut 31,19% og tvo menn í bæjarstjórn. L listi félagshyggjufólks hlaut 22,8% atkvæða og einn mann. Annan mann á L lista skortir einungis tvö atkvæði til að fella fjórða mann H lista.

Líkar þetta

Fleiri fréttir