Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Ljósm. Myndsmiðjan.

Brautskráning frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi

Í gær var útskriftarathöfn í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi þegar 65 nemendur luku námi. Fyrir athöfnina lék hljómsveit skipuð nemendum úr FVA og Tónlistarskóla Akraness ásamt Eiríki Guðmundssyni kennara nokkur vel valin lög. Hljómsveitina skipuðu auk Eiríks: Björgvin Þór Þórarinsson, Edgar Gylfi Skaale Hjaltason, Eiður Andri Guðlaugsson, Halla Margrét Jónsdóttir, Logi Breiðfjörð Franklínsson og Sigurður Jónatan Jóhannsson. Við athöfnina voru auk þess flutt nokkur tónlistaratriði: Eiður Andri Guðlaugsson og Halla Margrét Jónsdóttir fluttu Arioso eftir J.S. Bach; Sigurður Jónatan Jóhannsson ásamt hljómsveit flutti Summertime eftir George Gershwin og Sigurður Jónatan Jóhannsson flutti lagið Ofboðslega frægur eftir Egil Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon og Þórð Árnason.

 

Karólína Andrea dúx skólans

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri afhenti námsstyrk Akraneskaupstaðar en hann hlaut Karólína Andrea Gísladóttir sem lauk stúdentsprófi af náttúrufræðabraut og er jafnframt dúx skólans að þessu sinni. Við athöfnina fékk Hilmar Örn Jónsson verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í raungreinum úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar en Hilmar útskrifaðist sem stúdent af náttúrufræðabraut í desember 2017. Katarína Stefánsdóttir fékk verðlaun fyrir ágætan árangur í verklegum greinum sem Katla Hallsdóttir og Ína Dóra Ástríðardóttir gáfu. Menntaverðlaun Háskóla Íslands voru veitt í fyrsta sinn og þau hlaut Sandra Ósk Alfreðsdóttir sem útskrifaðist sem stúdent af náttúrufræðabraut. Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum, sem Háskólinn í Reykjavík gefur, hlaut dúxinn Karólína Andrea Gísladóttir.

 

Önnur verðlaun og viðurkenningar

Eftirtaldir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga:

 

Aldís Eir Valgeirsdóttir fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).

Atli Vikar Ingimundarson fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).

Auðun Ingi Hrólfsson fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).

Birta Ketilsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands).

Dagmar Sara Bjarnadóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands).

Edgar Gylfi Skaale Hjaltason fyrir ágætan árangur í íþróttum (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).

Eggert Halldórsson fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).

Erna Elvarsdóttir fyrir ágætan árangur í efnafræði og líffræði (Soroptimistasystur á Akranesi).

Eva Marína Jónsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands); fyrir ágætan árangur í íslensku (Rótarýklúbbur Akraness); fyrir ágætan árangur í raungreinum (Norðurál) og fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).

Guðbrandur Tumi Gíslason fyrir ágætan árangur í sérgreinum húsasmíði (Trésmiðjan Akur).

Hjördís Brynjarsdóttir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).

Karítas Líf Elfarsdóttir fyrir ágætan árangur í spænsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands).

Karólína Andrea Gísladóttir fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði (Íslenska stærðfræðifélagið); fyrir ágætan árangur í íslensku (Landsbankinn á Akranesi); fyrir ágætan árangur í erlendum tungumálum (Mála- og menningardeild Háskóla Íslands) og fyrir ágætan árangur í íþróttum (Fjölbrautaskóli Vesturlands).

Katarína Stefánsdóttir fyrir ágætan árangur í íslensku (Íslandsbankinn á Akranesi); fyrir ágætan árangur í ensku (Pennin Eymundsson á Akranesi); fyrir ágætan árangur í sérgreinum húsgagnasmíði (Trésmiðjan Akur) og hvatningarverðlaun til áframhaldandi náms (Zontaklúbbur Borgarfjarðar).

Linda Ósk Alfreðsdóttir fyrir ágætan árangur í spænsku og dönsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands).

Margrét Ingólfsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku(Fjölbrautaskóli Vesturlands) og fyrir ágætan árangur í tölvu- og viðskiptagreinum (VS-Tölvuþjónusta).

Rúnar Hermannsson fyrir ágætan árangur í sérgreinum húsasmíði (BM Vallá).

Sandra Ósk Alfreðsdóttir fyrir ágætan árangur í raungreinum (Gámaþjónusta Vesturlands); fyrir ágætan árangur í stærðfræði (Elkem Ísland); fyrir ágætan árangur í íslensku (Verkalýðsfélag Akraness); fyrir ágætan árangur í erlendum tungumálum(Omnis Verslun) og fyrir störf af félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).

Sesselja Dögg Sesseljudóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og fyrir ágætan árangur í efnafræði (Skaginn 3X).

Svavar Örn Sigurðsson fyrir ágætan árangur í sérgreinum húsasmíði (BM Vallá).

Thelma Ólafsdóttir fyrir ágætan árangur í spænsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands).

Una Lára Lárusdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands).

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir fyrir ágætan árangur í sérgreinum húsasmíði (Meitill og GT Tækni).

 

Við lok athafnar ávarpaði Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari útskriftarnemendur og óskaði þeim gæfu og velfarnaðar. Síðan risu gestir úr sætum og sungu saman lagið Nú er sumar eftir Steingrím Thorsteinsson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir