Stefnir í sigur Á lista í Hvalfjarðarsveit

Búið er að telja 335 atkvæði í Hvalfjarðarsveit, en 482 voru á kjörskrá. Þar voru þrír listar í kjöri að þessu sinni, en við síðustu kosningar var viðhaft persónukjör. Niðurstaðan er nokkuð afgerandi og fær Á listi Áfram hreinan meirihluta í sveitarstjórn, fjóra menn og 54,93% fylgi. H listi Hvalfjarðarlistans hlýtur 23,28% og tvo menn í sveitarstjórn. Í listi Íbúalistans hlýtur 21,79% og einn mann.

Líkar þetta

Fleiri fréttir